Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2015 16:55 Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. Vísir/GVA „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira