Íslenski boltinn

Blómlegt barna- og unglingastarf Breiðabliks vekur athygli erlendra liða | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barna- og unglingastarfið hjá Breiðabliki er sem fyrr í miklum blóma en 1500 krakkar æfa fótbolta hjá Kópavogsliðinu.

Starfið hjá Breiðabliki hefur vakið athygli utan landsteinanna en fulltrúar erlendra liða eru tíðir gestir í Smáranum.

„Í hverjum mánuði koma einhverjir til að skoða og læra og sjá hvað við erum að gera. Þetta helst líka í hendur við árangur landsliðsins,“ sagði Daði Rafnsson, yfirþjálfari sjö manna bolta hjá Breiðabliki, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Allir þjálfarar hjá Breiðabliki eru menntaðir í fræðunum sem hefur svo sannarlega skilað sér.

„Við erum með 36-38 fullorðin stöðugildi og svo erum við með 20-25 aðstoðarþjálfara,“ sagði Daði en Blikar hafa verið duglegir að selja uppalda leikmenn til erlendra liða á undanförnum árum.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×