Árni Páll efast um að fjármálaráðherra sé eins og Jesú Kristur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 13:20 Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson. vísir „Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst. Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst.
Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50