Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. desember 2015 13:21 Róbert Marshall Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira