Fótbolti

Hörmulegt ár hjá Ribery varð enn verra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ribery meiddist í leik Bayern og Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en það var annar leikur Frakkans eftir níu mánaða fjarveru vegna ökklameiðsla.
Ribery meiddist í leik Bayern og Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en það var annar leikur Frakkans eftir níu mánaða fjarveru vegna ökklameiðsla. Vísir/Getty
Meiðsli Franck Ribery eru verri en í fyrstu var talið en þýskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann verði frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla í læri.

Ribery meiddist í leik Bayern og Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en það var annar leikur Frakkans eftir níu mánaða fjarveru vegna ökklameiðsla.

Sjá einnig: Ribery íhugar að hætta

Kicker greinir frá því að ósætti sé á milli þjálfarans Pep Guardiola og Volker Braun, læknis Bayern München, vegna meiðsla Ribery en sá síðarnefndi telur að Ribery hafi farið of snemma af stað.

Samkvæmt fréttinni telur Braun að Guardiola hafi viljað fá Ribery í lið sitt vegna mikilla meiðsla í herbúðum Bayern en þeir Arjen Robben, Douglas Costa, Medhi Benatia og David Alaba eru allir frá þessa dagana.

Sjá einnig: Ribery meiddur og fer ekki á HM

Á sunnudag hefst fjögurra vikna vetrarfrí í þýsku deildinni en hún fer aftur af stað þann 22. janúar. Bayern er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar og mætir Hannover á útivelli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×