Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2015 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2015 16:06 Knattspyrnufólk ársins 2015. vísir/getty/ksí Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira