Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2015 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2015 16:06 Knattspyrnufólk ársins 2015. vísir/getty/ksí Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira