Þingmaður vill skoða að breyta sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 18:22 „Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni. Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
„Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni.
Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37