Segir að svar forsætisráðherra um stuðning Íslands við Íraksinnrásina sé „algerlega óboðlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2015 13:05 Helgi Hjörvar spurði hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vissi ekki af yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 2003. Vísir/Valli „Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira