Til marks um að laun hafi hækkað of mikið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2015 18:30 Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira