Leggja til mikla aukningu framlaga til Landspítala og lífeyrisþega Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 20:30 Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira