Ný náttúruverndarlög rústa þúsund ára sáttmála Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 09:10 Jónasi er ekki skemmt. Óbyggðirnar kalla en þangað komast ferðamenn ekki nema þá á þyrlu. visir/gva „Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“ Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51