Ekki útlit fyrir að meira fé rati til Landspítalans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 15:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á þingi í morgun. vísir/pjetur Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira