Fótbolti

Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Alfreð Finnbogason er ánægður með hafa nýtt tækifærið vel sem hann fékk með íslenska landsliðinu í nýafstaðinni leikjatörn.

Alfreð skoraði í báðum vináttuleikjum Íslands í mánuðinum en strákarnir mættu þá Póllandi og Slóvakíu. Báðir leikir töpuðust en Alfreð er ánægður með sinn þátt.

„Auðvitað er maður alltaf ósáttur við að tapa leikjum,“ sagði Alfreð við Vísi en hann var í viðtali í Fréttablaðinu í dag um viðureign liðs síns, Olympaikos, gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld og stöðu sína innan gríska liðsins.

Sjá einnig: „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“

Alfreð þurfti að sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu í undankeppni EM 2016 þar sem Ísland tryggði sér í fyrsta sinn þátttökurétt á stórmóti A-landsliða karla.

„Ég hef verið að kalla eftir tækifærum með landsliðinu og þegar þau koma þá þarf maður að sýna í hvað manni býr,“ segir Alfreð. „Við framherjar lifum á því að skora og ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt með þessum leikjum. Þetta voru fínir leikir fyrir mig.“

Afar líklegt verður að teljast að Alfreð verði í leikmannahópi Íslands næsta sumar verði hann heill heilsu en eins og hann segir við Fréttablaðið í dag vill hann fá að spila meira en hann hefur gert hjá Olympiakos. Hann mun skoða stöðu sína þegar opnað verður fyrir félagaskiptagluggann um áramótin ef ekkert breytist.


Tengdar fréttir

Alfreð má ekki tjá sig

Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina.

„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“

Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×