Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 15:11 Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. Mynd/Tryggvi Sigurðsson Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd. Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Eiginkona skipverjans sem var einn um borð í Brandi VE þegar eldur kom uppi í bátnum segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar hún fékk fréttir af eldinum. Það var maðurinn hennar sjálfur sem hringdi í hana og sagði henni hvað hafði gerst. Drífa Þöll Arnardóttir, eiginkona Gunnlaugs Erlendssonar skipverja, segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. „Ég hef ekki náð að tala við manninn minn neitt almennilega,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Gunnlaugur er enn í skýrslutökum vegna atviksins.„Mjög erfitt“ að fá fréttirnar Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í hádeginu. Báturinn er gerður út frá Vestmannaeyjum, þar sem þau Drífa og Gunnlaugur eru búsett, og var hann einn um borð þegar atvikið átti sér stað.En hvernig var þér við að fá þessar fréttir? „Þetta var náttúrulega mjög erfitt. Það er ekki hægt að segja það neitt öðruvísi,“ segir hún. „Þetta var mikið sjokk.“ Gunnlaugur komst yfir í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst en skipið var í grenndinni. eftir að hafa sent neyðarkall. Björgunarfélag Vestmannaeyja fór strax af stað og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en hún var stuttu frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Drífa segir það þvílíka lukku að ekki hafi farið verr.Báturinn er gjörónýtur, líkt og sést á þessari mynd.vísir/óskarSáu bara reykinn Sigurður Jóhann Ingibergsson, háseti á Frá, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel. Skipverjum hafi þó verið nokkuð brugðið, líkt og Gunnlaugi. „Við vorum að hreinsa trollið þegar skipstjórinn tók eftir reyk í smá fjarlægð. Við tókum því stefnuna þangað og komum þá auga á neyðarsól,“ segir Sigurður. Sigurður segir að þeir hafi ekki séð eldinn þegar þeir sigldu upp að trillunni. „Það var enginn sjáanlegur eldur, bara reykur. Við sigldum upp að bátnum og hífðum björgunarbátinn um borð, og þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Brandur VE er 35 ára bátur smíðaður í Noregi. Hann er úr trefjaplasti og vélin er síðan árið 2002, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. HAnn er 8,7 metrar að lengd og 1,75 nettótonn að þyngd.
Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32