Innlent

Ísland ekki á leið úr Schengen enn sem komið er

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Vísir/Ernir

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um stefnubreytingu gagvnart Schengen-samstarfinu. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, bað um skýr svör um þetta.

Svandís bað um skýr svör um afstöðu stjórnvalda gagnvart Schengen-samstarfsins.Vísir/Daníel

Ólöf sagði að stjórnvöld hefðu þó verulega miklar áhyggjur af Schengen. „Það er alveg ljóst að það hefur aldrei áður reynt svo á Schengen eins og nú gerir og það skiptir miklu máli að það takist að ná tökum á því,“ sagði hún.

„Það hafa allir af því áhyggjur að ytri landamæri Schengen eru svo brostin sem nú er. Það vilja allir ná á því tökum,“ sagði hún „Við skulum ekkert vera hrædd um það að ræða líka galla schengen, þótt við þurfum líka að gera okkur grein fyrir kostunum.“

Ólöf sagði að ríkislögreglustjóri hefði ekki uppfært hættumat og metið þörf á að herða landamæraeftirlit. Það gæti embættið hins vegar gert hvenær sem er og þá yrði brugðist við.

„Ríkislögreglustjóri fylgist mjög grannt með og það getur komið með mjög skömmum fyrirvara en á þessari stundu hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að reisa íslensku landamærin,“ sagði innanríkisráðherrann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×