Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þolendum reynist oft erfitt að gróa eftir nauðgun eða annað kynferðisbrot því viðurkenningu skortir á brotinu. Unnur Brá vill auðvelda þessa viðurkenningu í kerfinu. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira