Endurbótalán er að sliga Dómkirkjuna Garðar ÖrnÚlfarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Danskur tígulsteinn sem notaður var í stækkun Dómkirkjunnar um miðja nítjándu öld veðraðist illa og var skipt út fyrir grágrýti fyrir um fimmtán árum. Fréttablaðið/GVA Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira