Endurbótalán er að sliga Dómkirkjuna Garðar ÖrnÚlfarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Danskur tígulsteinn sem notaður var í stækkun Dómkirkjunnar um miðja nítjándu öld veðraðist illa og var skipt út fyrir grágrýti fyrir um fimmtán árum. Fréttablaðið/GVA Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður. Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður.
Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira