Fótbolti

Messan: Átti að velja Frederik Schram í landsliðið?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir í Messunni voru hæstánægðir með Gylfa Þór Sigurðsson í síðasta leik Swansea. Jóhann Berg Guðmundsson átti svo fínan leik fyrir Charlton í B-deildinni þar sem hann lagði upp tvö mörk.

„Það verður gaman að sjá hvernig strákunum okkar á Englandi gengur þegar líður á veturinn. Hvort þeir fari að slaka á út af Frakklandi eða hvort þeir gefi í til þess að komast í hópinn," segir Arnar Gunnlaugsson.

Fram undan eru tveir landsleikir hjá íslenska liðinu og Messu-drengir ræddu valið á markverðinum Frederik Schram í íslenska hópinn. Hjörvar Hafliðason velti því upp hvort ástæðan væri sú að tryggja að hann spilaði fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni en ekki það danska.

„Ég held það sé klárlega ein af ástæðunum," segir Arnar. „Ég sá þennan strák úti um daginn og hann var frábær. Það blasir björt framtíð við honum. Eftir ævintýrið með Aron Jóhanns þá segi ég af hverju ekki? Af hverju ekki að taka hann strax inn og taka burtu þennan möguleika."

Umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×