Nefndarformenn stjórnarflokkanna gagnrýna málaskort frá ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 18:52 Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira