Íslenski boltinn

Keflavík vill fá Jónas Guðna heim: „Hann er sætasta stelpan á ballinu“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jónas Guðni er eftirsóttur.
Jónas Guðni er eftirsóttur. v´siir/vilhelm
Keflavík, sem leikur í 1. deild karla í fótbolta næsta sumar, vill ólmt frá sinn mann, Jónas Guðna Sævarsson, heim í Bítlabæinn.

Eins og greint hefur verið frá er Jónas Guðni án liðs þar sem hann komst að starfslokum við KR. Jónas hefur spilað með KR frá 2008 fyrir utan tvö ár sem hann var í atvinnumennsku.

„Við erum búnir að tala við hann og erum spenntir. Við erum búnir að kalla hann heim,“ segir Jón G. Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við Vísi.

Jónas Guðni hefur einnig heyrt í fleiri liðum, en samkvæmt heimildum Vísis var hann í viðræðum við Fjölni. Heimildir Vísis herma þó að hann sé búinn að gefa Grafarvogsliðinu afsvar.

„Við viljum helst bara fá hann sem fyrst og við munum reyna við hann. Hann er sætasta stelpan á ballinu,“ segir Jón Benediktsson.

Jónas Guðni spilaði með Keflavík í efstu og næst efstu deild frá 2002-2007 og varð bikarmeistari með liðinu 2004 og 2006.

Orðrómur hefur einnig verið í gangi um að Stjarnan vilji fá Jónas Guðna í sínar raðir en Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, tjáði Vísi í dag að svo er ekki. Stjarnan hefur ekki haft samband við þennan 32 ára gamla miðjumann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×