Íslendingur vill komast í framkvæmdastjórn evrópska golfsambandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2015 12:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Mynd/Golfsamband Íslands Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira