Drjúgur meirihluti á móti ríkisstjórninni Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:30 Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira