Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fylgi flokkanna. Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“ Alþingi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“
Alþingi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira