Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 20:00 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/pjetur Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“ Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira