Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 21:45 Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar kveðja árið 2015 með tapi, en þeir þurftu að sætta sig við 3-1 tap í vináttuleik gegn Slóvakíu í Zilina í kvöld. Þetta er þriðja tap strákanna okkar í röð sem hafa ekki unnið leik í síðustu fimm leikjum eða síðan sigur vannst gegn Hollandi í Amsterdam. Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Ísland komst 1-0 yfir með marki Alfreðs Finnbogasonar og markið var ansi glæsilegt. Ari Freyr tók innkast inn á teiginn sem Kolbeinn skallaði fyrir fætur Alfreðs og hann sneri skemmtilega á varnarmann áður en hann smellti boltanum í samskeytin. Gríðarlega vel gert. Alfreð skoraði einnig gegn Póllandi og er heldur betur að minna á sig. Landsliðsferill hans undanfarin misseri hefur verið ansi lítilfjörlegur en hann ætlar sér greinilega sæti í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks í Frakklandi næsta sumar. Kolbeinn var sem fyrr algjört skrímsli í loftinu og var miðvörðum Slóvaka hrein vorkunn að þurfa að fara upp í skallaeinvígin með honum. Kolbeinn vann þau nánast öll með tölu og Alfreð var duglegur að sópa upp seinni boltann.Rúnar Már Sigurjónsson fór út af eftir sjö mínútur.vísir/gettyTveir út af meiddir Íslenska liðið varð fyrir tveimur skakkaföllum í fyrri hálfleik. Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason þurftu að fara af velli eftir að fá högg. Svekkjandi fyrir þessa stráka sem eru að reyna að sýna landsliðsþjálfurunum að þeir eiga að fara með til Frakklands. Rúnar fór af velli eftir sjö mínútur og Arnór Ingvi tólf mínútum síðar. Slóvakarnir voru ansi fastir fyrir og átti orðið „vináttuleikur“ stundum ekkert skylt við tæklingarnar sem sáust. Okkar strákar gerðust þó líka sekir um nokkrar ansi hraustlegar. Vegna þessara skiptinga var tempóið í fyrri hálfleiknum ekki mikið. Birkir Bjarnason, sem spilaði inn á miðri miðjunni, var mikið í boltanum og stýrði því vel. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að vera til lengri tíma með boltann.Birkir Bjarnason átti fínan leik.vísir/gettyBirkir góður Birkir sýndi í kvöld að hann getur gert meira en djöflast út á kanti eins og í raun flestir vissu. Hann er afbragðs góður fótboltamaður með mikinn leikskilning og góðar sendingar þannig hann getur spilað hvar á vellinum sem er. Þrátt fyrir að það vantaði Aron Einar og Gylfa var ekki að slitna jafn mikið á milli varnar og miðju eins og hefur verið þegar fyrirliðinn er ekki með. Róbert Mak var hættulegasti maður Slóvaka framan af, en hann var hársbreidd frá því að jafna metin í næstu sókn eftir markið hjá Alfreð. Hann fór ansi auðveldlega framhjá Ara Frey Skúlasyni í teignum og skaut í stöngina.Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva.vísir/gettyTvö mörk á þremur mínútum Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og hefði hæglega getað komist í 2-0 en nýtti ekki þau færi sem það fékk. Það átti eftir að reynast strákunum dýrkeypt. Róbert Mak jafnaði nefnilega metin á 58. mínútu og það mark fékk hann á silfurfati. Adam Nemec elti langa sendingu fram völlinn og í staðinn fyrir að sparka boltanum bara viðstöðulaust langt fram völlinn ætlaði Ögmundur að bíða fremst í teignum og taka boltann upp. Nemec var á undan Ögmundi í boltann og keyrði markvörðinn niður um leið. Löglega gert hjá slóvakíska framherjanum, en Mak þurfti ekkert annað að gera en að skora framhjá varnarlausum Kára Árasyni á marklínunni. Aðeins tæpum þremur mínútum síðar bætti Mak við öðru marki sínu. Hann fékk þá að skjóta óáreittur fyrir utan teig en var heppinn því boltinn fór af Sverri Inga og þaðan yfir Ögmund og í netið. Eftir þetta var íslenska liðið ólíkt sjálfu sér og Slóvakar gengu á lagið.Lars og Heimir þurfa að koma strákunum aftur í gang.vísir/gettyAftur hrun í seinni Strákarnir okkar komust aldrei almennilega í gang aftur eftir þetta áfall. Birkir Bjarnason átti skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og Kolbeinn Sigþórsson komst í ágætis færi, en í heildina voru heimamenn mun betri eftir að þeir komust yfir. Hrunið í seinni hálfleik hjá íslenska liðinu var svo fullkomnað þegar Michail Duris skoraði þriðja markið með skoti fyrir utan teig. Hann fékk boltann eftir slaka hreinsun Sverris Inga og Ögmundur réð ekkert við ágætt skot hans. Annan leikinn í röð er íslenska liðið að fá á sig haug af mörkum í seinni hálfleik. Þau eru nú sjö í tveimur leikjum. Eins og gegn Póllandi var fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu góður. Fyrsta korterið eða svo í seinni hálfleik var líka til fyrirmyndar en okkar menn voru alltof fljótir að brotna eftir að þeir fengu á sig mörkin tvö.Sögulegt en óbragð í munni Eftir að þekkja ekkert annað en sigur og vinna Holland meira að segja á Amsterdam Arena eru strákarnir nú búnir að spila fimm leiki án sigurs í röð. Þar af hafa þeir tapað þremur og það það þremur í röð. Sigurtilfinningin er ekki mikil þessa stundina en auðvitað gera þjálfararnir og leikmennirnir borið því fyrir sig að leikirnir sem skiptu máli unnust. Þá er verið að prófa nýja menn og reyna að stækka hópinn fyrir átökin á Evrópumótinu á næsta ári: Árangurinn á árinu eru auðvitað stórkostlegur og sögulegur, en að tapa þremur síðustu leikjum ársins skilur vafalítið eftir smá óbragð í munnum strákanna okkar sem eru miklir keppnismenn og sigurvegarar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Strákarnir okkar kveðja árið 2015 með tapi, en þeir þurftu að sætta sig við 3-1 tap í vináttuleik gegn Slóvakíu í Zilina í kvöld. Þetta er þriðja tap strákanna okkar í röð sem hafa ekki unnið leik í síðustu fimm leikjum eða síðan sigur vannst gegn Hollandi í Amsterdam. Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Ísland komst 1-0 yfir með marki Alfreðs Finnbogasonar og markið var ansi glæsilegt. Ari Freyr tók innkast inn á teiginn sem Kolbeinn skallaði fyrir fætur Alfreðs og hann sneri skemmtilega á varnarmann áður en hann smellti boltanum í samskeytin. Gríðarlega vel gert. Alfreð skoraði einnig gegn Póllandi og er heldur betur að minna á sig. Landsliðsferill hans undanfarin misseri hefur verið ansi lítilfjörlegur en hann ætlar sér greinilega sæti í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks í Frakklandi næsta sumar. Kolbeinn var sem fyrr algjört skrímsli í loftinu og var miðvörðum Slóvaka hrein vorkunn að þurfa að fara upp í skallaeinvígin með honum. Kolbeinn vann þau nánast öll með tölu og Alfreð var duglegur að sópa upp seinni boltann.Rúnar Már Sigurjónsson fór út af eftir sjö mínútur.vísir/gettyTveir út af meiddir Íslenska liðið varð fyrir tveimur skakkaföllum í fyrri hálfleik. Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason þurftu að fara af velli eftir að fá högg. Svekkjandi fyrir þessa stráka sem eru að reyna að sýna landsliðsþjálfurunum að þeir eiga að fara með til Frakklands. Rúnar fór af velli eftir sjö mínútur og Arnór Ingvi tólf mínútum síðar. Slóvakarnir voru ansi fastir fyrir og átti orðið „vináttuleikur“ stundum ekkert skylt við tæklingarnar sem sáust. Okkar strákar gerðust þó líka sekir um nokkrar ansi hraustlegar. Vegna þessara skiptinga var tempóið í fyrri hálfleiknum ekki mikið. Birkir Bjarnason, sem spilaði inn á miðri miðjunni, var mikið í boltanum og stýrði því vel. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að vera til lengri tíma með boltann.Birkir Bjarnason átti fínan leik.vísir/gettyBirkir góður Birkir sýndi í kvöld að hann getur gert meira en djöflast út á kanti eins og í raun flestir vissu. Hann er afbragðs góður fótboltamaður með mikinn leikskilning og góðar sendingar þannig hann getur spilað hvar á vellinum sem er. Þrátt fyrir að það vantaði Aron Einar og Gylfa var ekki að slitna jafn mikið á milli varnar og miðju eins og hefur verið þegar fyrirliðinn er ekki með. Róbert Mak var hættulegasti maður Slóvaka framan af, en hann var hársbreidd frá því að jafna metin í næstu sókn eftir markið hjá Alfreð. Hann fór ansi auðveldlega framhjá Ara Frey Skúlasyni í teignum og skaut í stöngina.Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva.vísir/gettyTvö mörk á þremur mínútum Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og hefði hæglega getað komist í 2-0 en nýtti ekki þau færi sem það fékk. Það átti eftir að reynast strákunum dýrkeypt. Róbert Mak jafnaði nefnilega metin á 58. mínútu og það mark fékk hann á silfurfati. Adam Nemec elti langa sendingu fram völlinn og í staðinn fyrir að sparka boltanum bara viðstöðulaust langt fram völlinn ætlaði Ögmundur að bíða fremst í teignum og taka boltann upp. Nemec var á undan Ögmundi í boltann og keyrði markvörðinn niður um leið. Löglega gert hjá slóvakíska framherjanum, en Mak þurfti ekkert annað að gera en að skora framhjá varnarlausum Kára Árasyni á marklínunni. Aðeins tæpum þremur mínútum síðar bætti Mak við öðru marki sínu. Hann fékk þá að skjóta óáreittur fyrir utan teig en var heppinn því boltinn fór af Sverri Inga og þaðan yfir Ögmund og í netið. Eftir þetta var íslenska liðið ólíkt sjálfu sér og Slóvakar gengu á lagið.Lars og Heimir þurfa að koma strákunum aftur í gang.vísir/gettyAftur hrun í seinni Strákarnir okkar komust aldrei almennilega í gang aftur eftir þetta áfall. Birkir Bjarnason átti skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og Kolbeinn Sigþórsson komst í ágætis færi, en í heildina voru heimamenn mun betri eftir að þeir komust yfir. Hrunið í seinni hálfleik hjá íslenska liðinu var svo fullkomnað þegar Michail Duris skoraði þriðja markið með skoti fyrir utan teig. Hann fékk boltann eftir slaka hreinsun Sverris Inga og Ögmundur réð ekkert við ágætt skot hans. Annan leikinn í röð er íslenska liðið að fá á sig haug af mörkum í seinni hálfleik. Þau eru nú sjö í tveimur leikjum. Eins og gegn Póllandi var fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu góður. Fyrsta korterið eða svo í seinni hálfleik var líka til fyrirmyndar en okkar menn voru alltof fljótir að brotna eftir að þeir fengu á sig mörkin tvö.Sögulegt en óbragð í munni Eftir að þekkja ekkert annað en sigur og vinna Holland meira að segja á Amsterdam Arena eru strákarnir nú búnir að spila fimm leiki án sigurs í röð. Þar af hafa þeir tapað þremur og það það þremur í röð. Sigurtilfinningin er ekki mikil þessa stundina en auðvitað gera þjálfararnir og leikmennirnir borið því fyrir sig að leikirnir sem skiptu máli unnust. Þá er verið að prófa nýja menn og reyna að stækka hópinn fyrir átökin á Evrópumótinu á næsta ári: Árangurinn á árinu eru auðvitað stórkostlegur og sögulegur, en að tapa þremur síðustu leikjum ársins skilur vafalítið eftir smá óbragð í munnum strákanna okkar sem eru miklir keppnismenn og sigurvegarar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira