Swansea tók útskýringar Gylfa gildar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 10:30 Gylfi Þór og Garry Monk. Vísir/Samsett mynd/Getty Ummæli sem Gylfi Þór Sigurðsson lét falla í viðtali við Fótbolta.net vöktu í gær athygli enskra fjölmiðla og eru nú komin á borð lögfræðinga Swansea, liðs hans í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi sagði að hann hefði ekkert heyrt frá Garry Monk, stjóra Swansea, um hvort að stjórinn hefði einhverjar óskir um hversu mikið hann spili með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum við Pólland og Slóvakíu, enda væri það þjálfara íslenska landsliðsins að ákveða það. Enn fremur sagði Gylfi að Monk ræddi lítið við leikmenn. „Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi í viðtalinu. Þessi ummæli Gylfa voru tekin upp í fjölmiðlum í Bretlandi, bæði í Wales og á vefsíðum enskra dagblaða, svo sem Daily Mail.Wales Online fjallaði svo um málið í gær og hafði eftir talsmanni félagsins að félagið hefði haft samband við Gylfa vegna málsins og að það hefði tekið útskýringar hans gildar. Sjálfur sendi Gylfi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann útskýrir ummæli sín frekar. „Það skiptir líka engu máli hvort ég hafi fengið SMS frá Gary Monk eða ekki með hamingjuóskum, því hann óskaði okkur auðvitað til hamingju þegar við mættum til æfinga eftir leikina við Holland og Kasakstan,“ sagði Gylfi meðala annars en yfirlýsinguna alla má lesa á Fótbolta.net. „Ég bara kom því sem ég ætlaði að segja ekki nógu vel frá mér í þessu viðtali og úr því varð þessi leiðinlegi misskilningur. [...] samband mitt við Monk er gott,“ sagði í yfirlýsingu Gylfa. Talsmaður Swansea segir ummælin og hvernig þau voru túlkuð í enskum fjölmiðlum séu nú á borði lögfræðinga félagsins. „Það er líka alveg ljóst að Garry Monk óskar hverjum einasta landsliðsmanni sem kemst á stórmót til hamingju. Skiptir engu máli um hvaða mót ræðir eða með hvaða landsliði hann spilar. Að gefa annað í skyn er rangt.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ummæli sem Gylfi Þór Sigurðsson lét falla í viðtali við Fótbolta.net vöktu í gær athygli enskra fjölmiðla og eru nú komin á borð lögfræðinga Swansea, liðs hans í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi sagði að hann hefði ekkert heyrt frá Garry Monk, stjóra Swansea, um hvort að stjórinn hefði einhverjar óskir um hversu mikið hann spili með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum við Pólland og Slóvakíu, enda væri það þjálfara íslenska landsliðsins að ákveða það. Enn fremur sagði Gylfi að Monk ræddi lítið við leikmenn. „Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi í viðtalinu. Þessi ummæli Gylfa voru tekin upp í fjölmiðlum í Bretlandi, bæði í Wales og á vefsíðum enskra dagblaða, svo sem Daily Mail.Wales Online fjallaði svo um málið í gær og hafði eftir talsmanni félagsins að félagið hefði haft samband við Gylfa vegna málsins og að það hefði tekið útskýringar hans gildar. Sjálfur sendi Gylfi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann útskýrir ummæli sín frekar. „Það skiptir líka engu máli hvort ég hafi fengið SMS frá Gary Monk eða ekki með hamingjuóskum, því hann óskaði okkur auðvitað til hamingju þegar við mættum til æfinga eftir leikina við Holland og Kasakstan,“ sagði Gylfi meðala annars en yfirlýsinguna alla má lesa á Fótbolta.net. „Ég bara kom því sem ég ætlaði að segja ekki nógu vel frá mér í þessu viðtali og úr því varð þessi leiðinlegi misskilningur. [...] samband mitt við Monk er gott,“ sagði í yfirlýsingu Gylfa. Talsmaður Swansea segir ummælin og hvernig þau voru túlkuð í enskum fjölmiðlum séu nú á borði lögfræðinga félagsins. „Það er líka alveg ljóst að Garry Monk óskar hverjum einasta landsliðsmanni sem kemst á stórmót til hamingju. Skiptir engu máli um hvaða mót ræðir eða með hvaða landsliði hann spilar. Að gefa annað í skyn er rangt.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn