Innlent

Allir fái framfærslu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Píratar hafa lagt fram tillögu um grunnframfærslu á Alþingi.
Píratar hafa lagt fram tillögu um grunnframfærslu á Alþingi. vísir/ernir
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem félags- og húsnæðismálaráðherra er falið að þróa tillögu að kerfi utan um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun.

Tillagan felur í sér að tryggja öllum borgurum ákveðna grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks auk þess að útrýma fátækt.

Ráðherra verði falið að stofna starfshóp utan um hugmyndina og leita samráðs við helstu hagsmunaaðila á vinnumarkaði, Félag eldri borgara, Öryrkjabandalagið og fleiri samtök.

Píratar lögðu fram sömu þingsályktunartillögu á síðasta þingi en þá náði hún ekki fram að ganga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×