Áætlunin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 29 af 127 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru komin til þings. Þrátt fyrir málaþurrð helst starfsáætlun þingsins ekki sem samþykkt var af öllum flokkum. vísir/ernir Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“ Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira