"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 13:04 Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson. Vísir/Pjetur „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira