Fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods: Hann kom fram við mig eins og þræl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2015 14:45 Williams fer hörðum orðum um Woods í nýrri ævisögu sinni. vísir/getty Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira