Justin Thomas vann í fyrsta sinn í Malasíu - Dubuisson bestur í Tyrklandi 1. nóvember 2015 19:15 Hinn ungi Justin Thomas getur verið ánægður með frammistöðuna um helgina. Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira