Innlent

Ráðherra vill stytta bið eftir ADHD-greiningu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Kristján segir að stefnt sé að því að fjölga greiningum hjá þroska- og hegðunarstöð um allt að tvö hundruð á næsta og þarnæsta ári.
Kristján segir að stefnt sé að því að fjölga greiningum hjá þroska- og hegðunarstöð um allt að tvö hundruð á næsta og þarnæsta ári. Vísir/Pjetur
Reyna á að draga verulega úr bið eftir greiningum barna með ADHD. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fái auka fjármuni í verkefnið.

Kristján Þór greindi frá þessu í umræðum á Alþingi nú síðdegis. Hann segir að stefnt sé að því að fjölga greiningum hjá þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar um allt að tvö hundruð á næsta og þarnæsta ári. Það er meira en helmings fjölgun frá því sem nú er.

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartar framtíðar, spurði ráðherrann út í málið en í dag þurfa börn að bíða allt að sextán mánuði eftir greiningu.

„Ég geri mér góðar vonir um að við þessa viðbót styttist biðin það mikið að börn eiga ekki að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, eða ekki lengri tíma heldur en eðlilegt geti talist,“ segir Kristján Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×