Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira