Fyrirtæki tengd sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana samtals um tæpar fjórtán og hálfa milljón króna á síðasta ári. Stjórnarflokkarnir tveir fá langmest frá þessum fyrirtækjum af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á þingi. Sjávarútvegsfyrirtæki styrktu Vinstri græna, Pírata og Bjarta framtíð ekki um krónu. Þetta kemur í ljós þegar ársreikningar stjórnmálaflokkanna fyrir 2014 eru skoðaðir og kannað í hvaða starfsemi þau fyrirtæki sem styrktu hvern flokk eru skráð. Vísir fletti fyrirtækjunum upp í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og kannaði í hvaða starfsemi þau eru skráð í opinberum gögnum. Sjálfstæðisflokkurinn fær samtals 7,2 milljónir frá sjávarútvegsfyrirtækjum, sem er tæplega fjórðungur allra styrkja fyrirtækja til flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk samtals um 6 milljónir frá fyrirtækjum tengd sjávarútvegi, sem er um þriðjungur framlaga lögaðila til flokksins. Samfylkingin fékk svo 1,2 milljónir frá þessum geira, eða 14 prósent allra styrkja fyrirtækja.Fjármála og byggingageirinn stór Fyrirtæki sem koma að byggingu eða viðskiptum með húsnæði- og fasteignir, þar með talið arkítektar og verkfræðingar sem sinna tæknilegum prófunum og greiningu, styrktu flokka samtals um 11,7 milljónir króna. Til viðbótar styrktu fyrirtæki í mannvirkjagerð flokkana um 105 þúsund krónur. Fyrirtæki í fjármálageiranum styrkstu stjórnmálaflokka um rúmar 10,6 milljónir á síðasta ári, en eignarhaldsfélög styrktu flokkana þar af um 5,85 milljónir. Ferðaþjónustan, sem er orðin ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs, kemst hins vegar ekki með tærnar þar sem hinar stóru greinarnar hafa hælana. Ferðaþjónustufyrirtæki styrktu flokkana samtals um 2,3 milljónir króna. Þar af fór mest til stjórnarflokkanna tveggja. Tvö fyrirtæki í gögnunum eru annað hvort ekki til í fyrirtækjaskrá eða eru rangt skráð hjá stjórnmálaflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn nær til flestra greina Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr hópnum í flestum skilningi. Flokkurinn fær mest af styrkjum frá fyrirtækjum og frá flestum geirum. Flokkurinn fær þannig styrki frá fyrirtækjum í 67 atvinnugreinaflokkum, á meðan Framsóknarflokkurinn fær frá 63 flokkum. Aðrir fá styrki frá mun færri atvinnugreinum. Til að mynda hefur fengu Vinstri græn og Björt framtíð styrki frá níu greinum en Píratar þremur. Samfylkingin er þarna mitt á milli, með stuðningMest af höfuðborgarsvæðinu Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu styrktu samtals um 38 milljónir króna, eða tæplega sjötíu prósent af öllum styrkjum. Það endurspeglar að einhverju leiti þann mikla fjölda fyrirtækja sem skráður er á höfuðborgarsvæðinu en tölurnar ná yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ og Mosfellsbæ. Sé þetta greint eftir einstaka póstnúmerum á svæðinu sést að það eru fyrirtæki í 101 sem styrkja mest, eða um 7,2 milljónir. 105 og 108 koma þar á eftir með 5,9 milljónir og 5,2 milljónir króna. Fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ styrktu næst mest, eða um 3,5 milljónir króna. Þar á eftir kemur Grindavík með styrki upp á samtals 2,75 milljónir króna og svo Akureyri með litlu minna, eða 2,5 milljónir króna. Þessir þrír bæir sem komast efst á listann, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, eiga það allir sameiginlegt að vera miklir útgerðarbæir. Velja stjórnarflokkana frekar 9 af hverjum 10 krónum sem sjávarútvegsfyrirtæki styrkja stjórnmálaflokkana fer til stjórnarflokkanna tveggja. Af þeim rúmu fjórtán milljónum sem þessi fyrirtæki setja í stjórnmálastarf fara rúmar 13 milljónir til Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks en ekki nema rúm milljón til stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Hlutfallið er mun jafnara þegar kemur að fyrirtækjum í ferðaþjónustu eða fjármálum. Þar er þó enn talsverður munur á styrkjum eftir hvort flokkarnir eru við völd eða ekki. Ferðaþjónustan styrkti stjórnarflokkana um 1,8 milljónir en stjórnarandstöðuflokkana um hálfa milljón. Fyrirtæki í fjármálastarfsemi styrktu stjórnarflokkana eða 7,7 milljónir en stjórnarandstöðuna um þrjár. 8 af hverjum 10 krónum sem félög tengd byggingastarfsemi eða fasteignum fara til stjórnarflokkanna tveggja, eða samtals 10,6 milljónir, á meðan um tvær milljónir fara til stjórnarandstöðuflokka. Þessir fjórir atvinnuvegir styrkja flokkana samtals um 39 milljónir króna. Það samsvarar um 68 prósentum af öllum styrkjum lögaðila til stjórnmálanna. Allar aðrar atvinnugreinar standa saman undir restinni, eða um 18 milljónum.Margar ástæður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki ákveði að gefa stjórnmálaflokkum peninga. „Sum fyrirtækja vilja einfaldlega efla lýðræðislega umræðu og það er þekkt í sögunni að sum fyrirtæki hafi gefið jafnt til stærstu flokka landsins. Menn geta líka veirð að gefa af hugsjón; einhver flokkur tali fyrir frelsi markaðrins eða frelsi einstaklinga og fólki hugnist það,“ segir hann. „Síðan getur líka verið að menn séu að leita eftir viðskiptavild, leita eftir tækifærum að hafa áhrif á sitt eigið rekstrarumhverfi ef að þeir þurfa á því að halda. Það á oft á tíðum við hvað þetta varðar,“ segir Baldur. Baldur bendir á sjávarútveginn í þessu samhengi. „Við sjáum það í sjávarútveginum: Hann bjó við það á síðasta kjörtímabili að þá var við stjórn ríkisstjórn sem vildi breyta rekstrarumhverfi hans mjög mikið skattleggja hann meira heldur en núverandi ríkisstjórn vill gera,“ segir hann. Eins og áður segir fóru 9 af hverjum 10 krónum af styrkjum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnarflokkanna. „Þannig að það má kannski segja að það er ekkert óeðlilegt að sjávarútvegurinn sé að leggja fé til þessara stjórnmálaflokka sem nú eru við völd, enda var það þeirra fyrsta verk þegar ríkisstjórnin var mynduð var að lækka skattlagningu á fyrirtækin.“Skiptir þetta máli? Tiltölulega stutt er síðan reglur voru settar sem skylda stjórnmálaflokkana til að gefa upp hvaðan þeir fá styrki og takmörk sett á hversu mikið hvert fyrirtæki má styrkja þá um. Sú lína var dregin í fjögur hundruð þúsund krónum. Baldur telur mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir. „Það skiptir mjög miklu máli varðandi lýðræðislega umræðu að menn viti hverjir standi fjárhagslega á bak við flokkana, þó flokkarnir séu að fá hlutfallsega lang mest frá ríkinu,“ segir hann og bætir við að hann telji mikilvægt að ríkið styðji flokkana. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að ríkið leggi til þessari lýðræðislegu umræðu, sem flokkarnir eru hluti af, svo að flokkarnir séu ekki háðir þessum fyrirtækjum en þeir voru það mun meira áður,“ segir hann. Athyglisvert hverjir styrkja ekki Baldur segir það einnig vekja athygli hvaða geirar styrkja flokkana ekki. „Eins og landbúnaðargeirinn sem ekki er að styrkja, eða innlendir matvælaframleiðendur. Það er held ég rekstrarumhverfi sem er öruggt, og enginn flokkur sem ætlar að fara og breyta rekstrarumhverfi þessara aðila,“ segir hann. „Sama kannski átti við um ferðamannaiðnaðinn,“ segir Baldur. Ferðaþjónusta er orðin ein af burðarstoðum íslensk efnahags og hefur undanfarið verið borin saman við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. „Kannski er það að breytast núna. Þeir sjá ekki ástæðu til þess að kaupa sér velvild hjá stjórnmálaflokkum en sjávarútvegurinn, byggingariðnaðurinn og fjármálageirinn kannski þurfti á því að halda.“Umfjöllunin byggir á ársreikningum stjórnmálaflokkanna sem birtir eru á vef Ríkisendurskoðunar. Þau gögn voru svo borin saman við fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og kannað hvar á landinu þau eru með lögheimili og í hvaða ÍSAT-atvinnugreinaflokki þau eru með skráða starfsemi. Gögnin takmarkast við þau fyrirtæki sem fundust í fyrirtækjaskrá. Hægt er að skoða öll gögn sem liggja til grundvallar hér. Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf
Fyrirtæki tengd sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana samtals um tæpar fjórtán og hálfa milljón króna á síðasta ári. Stjórnarflokkarnir tveir fá langmest frá þessum fyrirtækjum af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á þingi. Sjávarútvegsfyrirtæki styrktu Vinstri græna, Pírata og Bjarta framtíð ekki um krónu. Þetta kemur í ljós þegar ársreikningar stjórnmálaflokkanna fyrir 2014 eru skoðaðir og kannað í hvaða starfsemi þau fyrirtæki sem styrktu hvern flokk eru skráð. Vísir fletti fyrirtækjunum upp í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og kannaði í hvaða starfsemi þau eru skráð í opinberum gögnum. Sjálfstæðisflokkurinn fær samtals 7,2 milljónir frá sjávarútvegsfyrirtækjum, sem er tæplega fjórðungur allra styrkja fyrirtækja til flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk samtals um 6 milljónir frá fyrirtækjum tengd sjávarútvegi, sem er um þriðjungur framlaga lögaðila til flokksins. Samfylkingin fékk svo 1,2 milljónir frá þessum geira, eða 14 prósent allra styrkja fyrirtækja.Fjármála og byggingageirinn stór Fyrirtæki sem koma að byggingu eða viðskiptum með húsnæði- og fasteignir, þar með talið arkítektar og verkfræðingar sem sinna tæknilegum prófunum og greiningu, styrktu flokka samtals um 11,7 milljónir króna. Til viðbótar styrktu fyrirtæki í mannvirkjagerð flokkana um 105 þúsund krónur. Fyrirtæki í fjármálageiranum styrkstu stjórnmálaflokka um rúmar 10,6 milljónir á síðasta ári, en eignarhaldsfélög styrktu flokkana þar af um 5,85 milljónir. Ferðaþjónustan, sem er orðin ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs, kemst hins vegar ekki með tærnar þar sem hinar stóru greinarnar hafa hælana. Ferðaþjónustufyrirtæki styrktu flokkana samtals um 2,3 milljónir króna. Þar af fór mest til stjórnarflokkanna tveggja. Tvö fyrirtæki í gögnunum eru annað hvort ekki til í fyrirtækjaskrá eða eru rangt skráð hjá stjórnmálaflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn nær til flestra greina Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr hópnum í flestum skilningi. Flokkurinn fær mest af styrkjum frá fyrirtækjum og frá flestum geirum. Flokkurinn fær þannig styrki frá fyrirtækjum í 67 atvinnugreinaflokkum, á meðan Framsóknarflokkurinn fær frá 63 flokkum. Aðrir fá styrki frá mun færri atvinnugreinum. Til að mynda hefur fengu Vinstri græn og Björt framtíð styrki frá níu greinum en Píratar þremur. Samfylkingin er þarna mitt á milli, með stuðningMest af höfuðborgarsvæðinu Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu styrktu samtals um 38 milljónir króna, eða tæplega sjötíu prósent af öllum styrkjum. Það endurspeglar að einhverju leiti þann mikla fjölda fyrirtækja sem skráður er á höfuðborgarsvæðinu en tölurnar ná yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ og Mosfellsbæ. Sé þetta greint eftir einstaka póstnúmerum á svæðinu sést að það eru fyrirtæki í 101 sem styrkja mest, eða um 7,2 milljónir. 105 og 108 koma þar á eftir með 5,9 milljónir og 5,2 milljónir króna. Fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ styrktu næst mest, eða um 3,5 milljónir króna. Þar á eftir kemur Grindavík með styrki upp á samtals 2,75 milljónir króna og svo Akureyri með litlu minna, eða 2,5 milljónir króna. Þessir þrír bæir sem komast efst á listann, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, eiga það allir sameiginlegt að vera miklir útgerðarbæir. Velja stjórnarflokkana frekar 9 af hverjum 10 krónum sem sjávarútvegsfyrirtæki styrkja stjórnmálaflokkana fer til stjórnarflokkanna tveggja. Af þeim rúmu fjórtán milljónum sem þessi fyrirtæki setja í stjórnmálastarf fara rúmar 13 milljónir til Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks en ekki nema rúm milljón til stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Hlutfallið er mun jafnara þegar kemur að fyrirtækjum í ferðaþjónustu eða fjármálum. Þar er þó enn talsverður munur á styrkjum eftir hvort flokkarnir eru við völd eða ekki. Ferðaþjónustan styrkti stjórnarflokkana um 1,8 milljónir en stjórnarandstöðuflokkana um hálfa milljón. Fyrirtæki í fjármálastarfsemi styrktu stjórnarflokkana eða 7,7 milljónir en stjórnarandstöðuna um þrjár. 8 af hverjum 10 krónum sem félög tengd byggingastarfsemi eða fasteignum fara til stjórnarflokkanna tveggja, eða samtals 10,6 milljónir, á meðan um tvær milljónir fara til stjórnarandstöðuflokka. Þessir fjórir atvinnuvegir styrkja flokkana samtals um 39 milljónir króna. Það samsvarar um 68 prósentum af öllum styrkjum lögaðila til stjórnmálanna. Allar aðrar atvinnugreinar standa saman undir restinni, eða um 18 milljónum.Margar ástæður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki ákveði að gefa stjórnmálaflokkum peninga. „Sum fyrirtækja vilja einfaldlega efla lýðræðislega umræðu og það er þekkt í sögunni að sum fyrirtæki hafi gefið jafnt til stærstu flokka landsins. Menn geta líka veirð að gefa af hugsjón; einhver flokkur tali fyrir frelsi markaðrins eða frelsi einstaklinga og fólki hugnist það,“ segir hann. „Síðan getur líka verið að menn séu að leita eftir viðskiptavild, leita eftir tækifærum að hafa áhrif á sitt eigið rekstrarumhverfi ef að þeir þurfa á því að halda. Það á oft á tíðum við hvað þetta varðar,“ segir Baldur. Baldur bendir á sjávarútveginn í þessu samhengi. „Við sjáum það í sjávarútveginum: Hann bjó við það á síðasta kjörtímabili að þá var við stjórn ríkisstjórn sem vildi breyta rekstrarumhverfi hans mjög mikið skattleggja hann meira heldur en núverandi ríkisstjórn vill gera,“ segir hann. Eins og áður segir fóru 9 af hverjum 10 krónum af styrkjum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnarflokkanna. „Þannig að það má kannski segja að það er ekkert óeðlilegt að sjávarútvegurinn sé að leggja fé til þessara stjórnmálaflokka sem nú eru við völd, enda var það þeirra fyrsta verk þegar ríkisstjórnin var mynduð var að lækka skattlagningu á fyrirtækin.“Skiptir þetta máli? Tiltölulega stutt er síðan reglur voru settar sem skylda stjórnmálaflokkana til að gefa upp hvaðan þeir fá styrki og takmörk sett á hversu mikið hvert fyrirtæki má styrkja þá um. Sú lína var dregin í fjögur hundruð þúsund krónum. Baldur telur mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir. „Það skiptir mjög miklu máli varðandi lýðræðislega umræðu að menn viti hverjir standi fjárhagslega á bak við flokkana, þó flokkarnir séu að fá hlutfallsega lang mest frá ríkinu,“ segir hann og bætir við að hann telji mikilvægt að ríkið styðji flokkana. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að ríkið leggi til þessari lýðræðislegu umræðu, sem flokkarnir eru hluti af, svo að flokkarnir séu ekki háðir þessum fyrirtækjum en þeir voru það mun meira áður,“ segir hann. Athyglisvert hverjir styrkja ekki Baldur segir það einnig vekja athygli hvaða geirar styrkja flokkana ekki. „Eins og landbúnaðargeirinn sem ekki er að styrkja, eða innlendir matvælaframleiðendur. Það er held ég rekstrarumhverfi sem er öruggt, og enginn flokkur sem ætlar að fara og breyta rekstrarumhverfi þessara aðila,“ segir hann. „Sama kannski átti við um ferðamannaiðnaðinn,“ segir Baldur. Ferðaþjónusta er orðin ein af burðarstoðum íslensk efnahags og hefur undanfarið verið borin saman við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. „Kannski er það að breytast núna. Þeir sjá ekki ástæðu til þess að kaupa sér velvild hjá stjórnmálaflokkum en sjávarútvegurinn, byggingariðnaðurinn og fjármálageirinn kannski þurfti á því að halda.“Umfjöllunin byggir á ársreikningum stjórnmálaflokkanna sem birtir eru á vef Ríkisendurskoðunar. Þau gögn voru svo borin saman við fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og kannað hvar á landinu þau eru með lögheimili og í hvaða ÍSAT-atvinnugreinaflokki þau eru með skráða starfsemi. Gögnin takmarkast við þau fyrirtæki sem fundust í fyrirtækjaskrá. Hægt er að skoða öll gögn sem liggja til grundvallar hér.