Chris Coleman svarar Wenger fullum hálsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 17:30 Chris Coleman fagnar með leikmönnum sínum þegar EM-sætið var í húsi hjá velska landsliðinu. Vísir/Getty Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30
Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00
Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00
Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15