Verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Árið 2015 var frábært fyrir Glódísi Perlu sem ætlar sér að vinna fleiri sigra á knattspyrnuvellinum á komandi árum. Vísir/Ernir Þrátt fyrir að hafa rétt svo misst af sænska meistaratitlinum má varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir vera afar sátt við knattspyrnuárið sem er að baki. Hún lék sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku og var lykilmaður í óvæntri velgengni Eskilstuna United sem barðist um titilinn við öflugt lið Rosengård fram í lokaumferð tímabilsins. Glódís Perla er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún spilar stórt hlutverk í vörn Íslands. Vörn sem hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2017 til þessa. Árangur hennar í Svíþjóð er ekki síður glæsilegur en Eskilstuna fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, fimmtán talsins, og hélt hreinu í tólf leikjum af 22.Beið eftir þjálfaranum „Fyrir varnarmann er það sigur út af fyrir sig að halda hreinu. Það er frábær tilfinning,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið. Hún er nú komin heim til Íslands í frí en hún heldur aftur utan eftir áramót, enda nýbúin að framlengja samning sinn við Eskilstuna. „Ég tek mér tíu daga frí frá öllum æfingum en byrja svo að æfa sjálf,“ segir þessi samviskusami íþróttamaður. Hún segir að það hafi í raun staðið lengi til að framlengja samninginn við Eskilstuna en að hún hafi beðið með að skrifa undir þar til að þjálfaramál liðsins komust á hreint. „Þegar þjálfarinn okkar ákvað að vera áfram þurfti ég ekki að hugsa mig um,“ segir hún en í síðustu viku ákvað Viktor Eriksson að halda áfram sem þjálfari liðsins, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði gefið út að hann myndi stíga til hliðar í lok tímabils.Var hikandi fyrir fyrsta leikinn Eriksson náði frábærum árangri með Eskilstuna en liðið gaf tóninn með 1-0 sigri á sterku liði Linköping í fyrstu umferð tímabilsins. Aðeins viku áður ákvað þjálfarinn skyndilega að láta liðið prófa að spila leikkerfið 3-5-2, með Glódísi Perlu hægra megin í varnarlínunni. „Það gekk svo vel að við héldum okkur við það allt tímabilið,“ segir Glódís Perla sem viðurkennir þó að hún hafi verið hikandi fyrir fyrsta leikinn. „Þetta er kerfi sem ég hafði aldrei spilað áður. En þetta gekk svo mjög vel strax frá fyrsta degi og ég kann mjög vel við að vera í þessu hlutverki. Það gefur mér aðeins meira frelsi til að bera boltann upp og hlaupa meira.“ Eskilstuna var svo í titilbaráttu allt tímabilið sem fyrr segir. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum allt tímabilið en svo vildi til að það var í báðum leikjum liðsins við Rosengård (1. sæti) og Piteå (3. sæti). Eskilstuna hefði dugað sigur gegn Linköping (4. sæti) í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn en varð að sætta sig við markalaust jafntefli og silfurverðlaunin. „Við vorum svo nálægt þessu að það var grátlegt,“ segir hún um titilbaráttuna. „Það var gaman hversu vel liðinu gekk í sumar því fyrirfram var talið að við ættum að vera bara miðlungslið. Þetta var því súrsæt tilfinning í lokin.“Hrósið stígur mér ekki til höfuðs Frammistaða hennar með landsliðinu hefur einnig vakið athygli en á dögunum lét Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, þau orð falla í viðtali við Fótbolta.net að Glódís Perla væri besti miðvörður sem hann hefði séð. „Það var auðvitað mjög gaman að lesa þetta,“ segir hún. „Ég verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs og nýta þetta til að gera enn betur,“ bætir hún við af mikilli hógværð. Ísland fer afar vel af stað í undankeppni EM 2017 og hún segir að leikmenn landsliðsins nái afar vel saman, rétt eins og leikmenn Eskilstuna í Svíþjóð. „Þetta er frábær hópur [í landsliðinu]. Það er mjög gaman í ferðunum hjá okkur og við vitum hvenær við eigum að vera alvarlegar og hvenær við megum skipta yfir í grínið. Við höfum fundið fyrir því að við höfum bætt okkur í hverjum einasta leik og það er mikilvægt,“ segir hún. „Það er eins með Eskilstuna, það ríkir afar sterkur liðsandi þar. Og maður spilar alltaf betur ef manni líður vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni okkar í sumar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa rétt svo misst af sænska meistaratitlinum má varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir vera afar sátt við knattspyrnuárið sem er að baki. Hún lék sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku og var lykilmaður í óvæntri velgengni Eskilstuna United sem barðist um titilinn við öflugt lið Rosengård fram í lokaumferð tímabilsins. Glódís Perla er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún spilar stórt hlutverk í vörn Íslands. Vörn sem hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2017 til þessa. Árangur hennar í Svíþjóð er ekki síður glæsilegur en Eskilstuna fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, fimmtán talsins, og hélt hreinu í tólf leikjum af 22.Beið eftir þjálfaranum „Fyrir varnarmann er það sigur út af fyrir sig að halda hreinu. Það er frábær tilfinning,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið. Hún er nú komin heim til Íslands í frí en hún heldur aftur utan eftir áramót, enda nýbúin að framlengja samning sinn við Eskilstuna. „Ég tek mér tíu daga frí frá öllum æfingum en byrja svo að æfa sjálf,“ segir þessi samviskusami íþróttamaður. Hún segir að það hafi í raun staðið lengi til að framlengja samninginn við Eskilstuna en að hún hafi beðið með að skrifa undir þar til að þjálfaramál liðsins komust á hreint. „Þegar þjálfarinn okkar ákvað að vera áfram þurfti ég ekki að hugsa mig um,“ segir hún en í síðustu viku ákvað Viktor Eriksson að halda áfram sem þjálfari liðsins, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði gefið út að hann myndi stíga til hliðar í lok tímabils.Var hikandi fyrir fyrsta leikinn Eriksson náði frábærum árangri með Eskilstuna en liðið gaf tóninn með 1-0 sigri á sterku liði Linköping í fyrstu umferð tímabilsins. Aðeins viku áður ákvað þjálfarinn skyndilega að láta liðið prófa að spila leikkerfið 3-5-2, með Glódísi Perlu hægra megin í varnarlínunni. „Það gekk svo vel að við héldum okkur við það allt tímabilið,“ segir Glódís Perla sem viðurkennir þó að hún hafi verið hikandi fyrir fyrsta leikinn. „Þetta er kerfi sem ég hafði aldrei spilað áður. En þetta gekk svo mjög vel strax frá fyrsta degi og ég kann mjög vel við að vera í þessu hlutverki. Það gefur mér aðeins meira frelsi til að bera boltann upp og hlaupa meira.“ Eskilstuna var svo í titilbaráttu allt tímabilið sem fyrr segir. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum allt tímabilið en svo vildi til að það var í báðum leikjum liðsins við Rosengård (1. sæti) og Piteå (3. sæti). Eskilstuna hefði dugað sigur gegn Linköping (4. sæti) í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn en varð að sætta sig við markalaust jafntefli og silfurverðlaunin. „Við vorum svo nálægt þessu að það var grátlegt,“ segir hún um titilbaráttuna. „Það var gaman hversu vel liðinu gekk í sumar því fyrirfram var talið að við ættum að vera bara miðlungslið. Þetta var því súrsæt tilfinning í lokin.“Hrósið stígur mér ekki til höfuðs Frammistaða hennar með landsliðinu hefur einnig vakið athygli en á dögunum lét Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, þau orð falla í viðtali við Fótbolta.net að Glódís Perla væri besti miðvörður sem hann hefði séð. „Það var auðvitað mjög gaman að lesa þetta,“ segir hún. „Ég verð bara að passa að láta þetta ekki stíga mér til höfuðs og nýta þetta til að gera enn betur,“ bætir hún við af mikilli hógværð. Ísland fer afar vel af stað í undankeppni EM 2017 og hún segir að leikmenn landsliðsins nái afar vel saman, rétt eins og leikmenn Eskilstuna í Svíþjóð. „Þetta er frábær hópur [í landsliðinu]. Það er mjög gaman í ferðunum hjá okkur og við vitum hvenær við eigum að vera alvarlegar og hvenær við megum skipta yfir í grínið. Við höfum fundið fyrir því að við höfum bætt okkur í hverjum einasta leik og það er mikilvægt,“ segir hún. „Það er eins með Eskilstuna, það ríkir afar sterkur liðsandi þar. Og maður spilar alltaf betur ef manni líður vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni okkar í sumar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira