Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 12:45 Benzema, sem er hér hvítklæddur, eftir handtökuna í gær. Vísir/AFP Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51