Fékk ályktun samþykkta einróma á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 13:58 Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“ Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira