Fékk ályktun samþykkta einróma á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 13:58 Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“ Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira