Heimir: Skoðum um 40 leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 14:15 Vísir/Ernir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira