Fótbolti

Rummenigge: Ræðum samningamál Guardiola í desember

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guardiola gefur hér Kimmich skipanir í leik Bayern og Stuttgart.
Guardiola gefur hér Kimmich skipanir í leik Bayern og Stuttgart. Vísir/getty
Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern Munchen, staðfesti í samtali við þýska miðla eftir 4-0 sigur Bayern Munchen á Stuttgart í dag að stjórnin myndi setja niður með Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins í desember og ræða framhaldið.

Guardiola sem er á sínu þriðja ári með þýska liðið hefur stýrt liðinu til sigurs í deildinni í tvígang en honum hefur mistekist að komast alla leið í Meistaradeild Evrópu.

Guardiola á aðeins átta mánuði eftir af samningi sínum hjá Bayern og eru enskir fjölmiðlar duglegir að slá upp fréttum um að hann sé að taka við enskum félögum á borð við Manchester City og Chelsea.

„Það eru allir rólegir yfir þessu. Við munum skoða þessi mál og ræða við Guardiola þegar tímabilið er hálfnað og þegar ákvörðunin verður tekin gefum við út tilkynningu. Það hafa engar ákvarðarnir verið teknar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×