#þettahefðigetaðveriðég: Sýna samhug með hjúkrunarfræðingnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2015 22:01 Hjúkrunarfræðingar standa þétt að baki hinnar ákærðu. Vísir/Vilhelm „Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659 Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
„Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59