Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2015 07:00 Forsvarsmenn RÚV blekktu engan vísvitandi, segir Magnús. vísir/stefán Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. Útvarpsstjóri hafnar því að hafa gefið fjárlaganefnd rangar upplýsingar. Lögð var til tímabundin fjárheimild að upphæð 182 milljónum króna. Hún væri háð þeim skilyrðum að á vegum stjórnar félagsins fari fram endurskipulagning og áætlun gerð um sjálfbæran rekstur. Þær áætlanir þurftu að liggja fyrir eigi síðar en í lok mars 2015 til að fá fjárheimildina. Í kynningu sem fjárlaganefnd fékk var því haldið fram að RÚV hafi fullnægt skilyrðum sem sett voru fram. Fram kom hjá nefndarmönnum að þetta hafi ekki verið alls kostar rétt. „Þeir sem fara með málefni RÚV verða að svara því hver axli þá ábyrgð. Það er ekki fjárlaganefndar að kveða upp þann dóm,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það verður hins vegar að taka á slíkum málum og það er ráðherra að svara því hvernig það verður gert. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum að rangar upplýsingar séu lagðar fyrir nefnd sem hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.“Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir það af og frá að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi blekkt fjárlaganefnd. Vinna hafi farið í gang með bæði aðilum frá fjármála- og menntamálaráðuneyti og í þeirri vinnu hafi allir aðilar verið ásáttir um að skilyrðum fjárlaganefndar hafi verið náð. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. Útvarpsstjóri hafnar því að hafa gefið fjárlaganefnd rangar upplýsingar. Lögð var til tímabundin fjárheimild að upphæð 182 milljónum króna. Hún væri háð þeim skilyrðum að á vegum stjórnar félagsins fari fram endurskipulagning og áætlun gerð um sjálfbæran rekstur. Þær áætlanir þurftu að liggja fyrir eigi síðar en í lok mars 2015 til að fá fjárheimildina. Í kynningu sem fjárlaganefnd fékk var því haldið fram að RÚV hafi fullnægt skilyrðum sem sett voru fram. Fram kom hjá nefndarmönnum að þetta hafi ekki verið alls kostar rétt. „Þeir sem fara með málefni RÚV verða að svara því hver axli þá ábyrgð. Það er ekki fjárlaganefndar að kveða upp þann dóm,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Það verður hins vegar að taka á slíkum málum og það er ráðherra að svara því hvernig það verður gert. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum að rangar upplýsingar séu lagðar fyrir nefnd sem hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.“Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir það af og frá að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi blekkt fjárlaganefnd. Vinna hafi farið í gang með bæði aðilum frá fjármála- og menntamálaráðuneyti og í þeirri vinnu hafi allir aðilar verið ásáttir um að skilyrðum fjárlaganefndar hafi verið náð.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira