Viðskipti erlent

Árstekjur Starbucks duga til að kaupa stóran latte fyrir alla jarðarbúa

ingvar haraldsson skrifar
Rekstur Starbucks gengur vel.
Rekstur Starbucks gengur vel. vísir/getty
Allt stefnir í metár hjá stærstu kaffihúsakeðju heims, Starbucks, eftir breytingar á matseðlum og tilkomu nýrra drykkja. The Guardian greinir frá.

Sala Starbucks jókst um 17 prósent milli ára og nam 19,2 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta rekstarári sem lauk í september.

Útlit er fyrir að sala félagsins muni á næsta ári ná 21 milljarði Bandaríkjadala, um 2.700 milljörðum íslenskra króna. Upphæðin dugar til að kaupa stóran latte kaffibolla fyrir alla jarðarbúa, sem í Bandaríkjunum kostar um 2,95 dollara, eða um 380 krónur.

Salan á kaffihúsum sem opin hafa verið í meira en ár hefur aukist um átta prósent á síðustu þremur mánuðum miðað við í fyrra.

Hlutabréf í félaginu féllu hins vegar um þrjú prósent eftir að Starbucks gaf út að hátt gegni Bandaríkjadals mynd veikja afkomu félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×