Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 12:55 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. vísir/styrmir Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson. Verkfall 2016 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira