„2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. október 2015 14:21 Steingrímur J. Sigfússon segir viðskipti Arion banka með fasteignir og Símahluti gefa tilefni til að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira