Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 14:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan: Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03