Björn Valur hafði betur gegn Sóleyju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. október 2015 14:20 Björn Valur Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir vildu bæði varaformannsstólinn. Vísir/GVA Björn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Tilkynnt var um úrslitin á Twitter um tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Tveir sóttust eftir embættinu. Niðurstaða liggur fyrir. Björn Valur er varaformaður. #landsfundurvg— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 24, 2015 Töluvert er síðan að Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, lýsti því yfir að hann vildi áfram gegna embætti varaformanns flokksins en seint í gærkvöldi, áður en framboðsfrestur rann út, lýsti Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, því yfir að hún hefð ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.Sjá einnig: Bein útsending frá landsfundi Vinstri grænna „Mér finnst bara mikilvægt að það sé bara tekið vel í það að fólk bjóði sig fram og við eigum bara öll að geta boðið okkur fram í það sem við viljum gera. Mér finnst ekki að það eigi að líta á framboð sem árás á einhvern annan. Ég er bara að lýsa yfir vilja til þess að sinna ákveðnu starfi og það finnst mér mikilvægt að geta gert,“ sagði Sóley Björk fyrir kjörið í dag. Fyrr í vikunni birtu ríflega sjötíu félagsmenn Vinstri grænna stuðningsyfirlýsingu við Daníel Arnarsson í embætti varaformanns. Hann ákvað þó að bjóða sig ekki fram. Björn Valur segir það alltaf viðbúið að menn fái mótframboð líkt og hann fái nú. „Það má alltaf búast við því þegar gengið er til kosninga um embætti innan flokks sem utan að það verði fleiri en einn sem vilji hneppa hnossið ef svo má að orði komast. Þannig að það er ekkert við því að segja bara landsfundur ræður örlögum sínum í þessu,“ sagði Björn Valur sem var hinn rólegasti fyrir kjörið. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Tilkynnt var um úrslitin á Twitter um tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Tveir sóttust eftir embættinu. Niðurstaða liggur fyrir. Björn Valur er varaformaður. #landsfundurvg— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 24, 2015 Töluvert er síðan að Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, lýsti því yfir að hann vildi áfram gegna embætti varaformanns flokksins en seint í gærkvöldi, áður en framboðsfrestur rann út, lýsti Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, því yfir að hún hefð ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.Sjá einnig: Bein útsending frá landsfundi Vinstri grænna „Mér finnst bara mikilvægt að það sé bara tekið vel í það að fólk bjóði sig fram og við eigum bara öll að geta boðið okkur fram í það sem við viljum gera. Mér finnst ekki að það eigi að líta á framboð sem árás á einhvern annan. Ég er bara að lýsa yfir vilja til þess að sinna ákveðnu starfi og það finnst mér mikilvægt að geta gert,“ sagði Sóley Björk fyrir kjörið í dag. Fyrr í vikunni birtu ríflega sjötíu félagsmenn Vinstri grænna stuðningsyfirlýsingu við Daníel Arnarsson í embætti varaformanns. Hann ákvað þó að bjóða sig ekki fram. Björn Valur segir það alltaf viðbúið að menn fái mótframboð líkt og hann fái nú. „Það má alltaf búast við því þegar gengið er til kosninga um embætti innan flokks sem utan að það verði fleiri en einn sem vilji hneppa hnossið ef svo má að orði komast. Þannig að það er ekkert við því að segja bara landsfundur ræður örlögum sínum í þessu,“ sagði Björn Valur sem var hinn rólegasti fyrir kjörið.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira