Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 12:01 Ari Edwald, forstjóri MS. Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað. Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Forstjóri MS, Ari Edwald, lagði til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að eftirfarandi klausa færi úr ályktun efnahags- og viðskiptanefndar flokksins: „Mikilvægt er að draga enn frekar úr aðgangshindrunum á íslenskum mörkuðum. Landsfundur ályktar að endurskoða beri búvörulögin frá grunni til að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensks landsbúnaðar. Aukið viðskiptafrelsi bætir hag neytenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að samkeppnislög gildi um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar." Miðað var við að fella alla innflutningstolla niður á næstu fjórum árum. Ari sagði meðal annars í ræðu sinni: „Það vita það allir sem þekkja til í þessum atvinnuvegi að íslenskur landbúnaður mun ekki standast svo róttækar breytingar. Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur kúabændum hækkað um helming, afurðarstöðum hefur fækkað úr átján í fimm. Það gerir landbúnaðinum kleyft að glíma við aukinn innflutning." Mikið mæddi á Ara á þessu ári þegar verðlagsnefnd búvöru ákvað að hækka verð mjólkurafurða til neytenda. Bjarni Benediktsson á landsfundi SjálfstæðisflokksinsVÍSIR/SnærósEinar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, fór í pontu Ara til stuðnings og sagði meðal annars: „Sú tillaga sem liggur fyrir í þessari málsgrein eins og hún kemur frá efnahags- og viðskiptanefnd er að mínu mati stórhættuleg og ég styð þess vegna breytingartillögu Ara Edwald. Þó það fari lágt í umræðunni er almenna reglan sú að það eru ekki lagðir tollar á innflutta matvöru. Það er lögð tollvernd á landbúnaðarafurðir en það er smám saman að draga úr þeirri tollvernd. Við eigum að reyna að tryggja það að íslenskur landbúnaður verði eftir sem áður öflug og mikilvæg atvinnugrein. En ef þetta á að verða veruleikinn að fella burt þessa tolla sem um ræður þá er bara búið um íslenskan ladnbúnað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag og það viljum við ekki." Heitar umræður spruttu í kjölfarið. Þorsteinn Halldórsson spurði „Hver er þessi Ari Edwald?" og sagði að Ari hefði ekki talað á þennan hátt þegar hann var forstjóri 365. Hann dylgjaði um að Ari væri augljóslega kominn í framsóknarelítuna með ummælum sínum. Í kjölfarið bað fundarstjóri um að umræður væru ekki persónugerðar. Það skipti máli að umræður væru áfram málefnalegar. Salurinn var klofinn í umræðunni. Fremri hluti salarins, sá nær sviðinu, sem hefur meðal annars Unga Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurkjördæmin, fagnaði mjög ræðum þeirra sem töluðu gegn Ara. Aftari hluti salarins með Norðvestur- og Norðausturkjördæmi klappaði aldrei eftir ræður þeirra sem afnema vilja landbúnaðartolla. Albert Guðmundsson, nýr formaður Heimdallar, bað fólk að falla ekki fyrir hræðsluáróðri Einars og Ara. Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, steig í pontu og sagðist meðal annar hafa talað við konu sem væri mjög vel að sér í erlendum landbúnaðarafurðum. „Íslenskar landbúnaðarvörur eru mjög heilnæmar og allskonar vaxtahvetjandi efni nota íslenskir bændur ekki. En eru allir sannfærðir um það að svínabændur í Evrópulandi fari betur með svín sín en íslenskir bændur? Auðvitað vitum við að svo er ekki. Við eigum að mæta viðskiptahindrunum erlendra ríkja og ekki láta heildsalana í þeim tilvikum njóta þess að þeir fá vörurnar niðurgreiddar erlendis. Nær væri að segja að við bönnum innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum!" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að textinn eins og hann stendur í aðalskjalinu, myndi standa óbreyttur nema hvað það snertir að orðin og stefnt skal að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum myndu falla út. Sú tillaga var samþykkt. Tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um að afnema bæri alla tolla á næstu fjórum árum var því hafnað.
Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira