Bjarni hætti við að hjóla í bankana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 15:38 Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR Svo virðist vera sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hætt við að hjóla af krafti í bankana og eigendur þeirra í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í útgáfu ræðunnar sem birt er á vef Sjálfstæðisflokksins er að finna ummæli sem Bjarni lét ekki falla þegar hann flutti hana á fundinum. „Bankarnir geta ekki leyft sér að láta eins og þeir starfi á öðru landi en íslenskur almenningur,“ er meðal þess sem Bjarni sagði ekki í ræðunni, en er í þeim texta sem birtur er á vef flokksins. „Það er ætlast til betri vinnubragða, meira gegnsæis og heilbrigðrar framgöngu í þágu þjóðarhags,“ segir einnig í ræðutextanum sem ekki var fluttur. Bjarni segir í ræðutextanum á vef flokksins að hann hafi ekki slegið þá hugmynd af borðinu að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, líkt og hugmyndir eru uppi um á þingi. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðuþingmanna um að ráðast í slíkan aðskilnað en hugmyndin hefur áður verið flutt á þingi án þess að umræða um hana klárist. Bjarni talaði þess í stað um að bankarnir væru orðnir of stórir og að hann hefði fullan skilning á því að fólk hafi áhyggjur af því að einhver mistök yrðu gerð á leiðinni við þær breytingar fjármálakerfisins sem liggi fyrir. Fleiri frávik voru í flutningi ræðunnar á landsfundi og þeirri sem birt er á vef flokksins en hér að neðan má sjá Bjarna flytja ræðuna á föstudaginn. Ræðuna á vef flokksins má lesa hér. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svo virðist vera sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hætt við að hjóla af krafti í bankana og eigendur þeirra í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í útgáfu ræðunnar sem birt er á vef Sjálfstæðisflokksins er að finna ummæli sem Bjarni lét ekki falla þegar hann flutti hana á fundinum. „Bankarnir geta ekki leyft sér að láta eins og þeir starfi á öðru landi en íslenskur almenningur,“ er meðal þess sem Bjarni sagði ekki í ræðunni, en er í þeim texta sem birtur er á vef flokksins. „Það er ætlast til betri vinnubragða, meira gegnsæis og heilbrigðrar framgöngu í þágu þjóðarhags,“ segir einnig í ræðutextanum sem ekki var fluttur. Bjarni segir í ræðutextanum á vef flokksins að hann hafi ekki slegið þá hugmynd af borðinu að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, líkt og hugmyndir eru uppi um á þingi. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðuþingmanna um að ráðast í slíkan aðskilnað en hugmyndin hefur áður verið flutt á þingi án þess að umræða um hana klárist. Bjarni talaði þess í stað um að bankarnir væru orðnir of stórir og að hann hefði fullan skilning á því að fólk hafi áhyggjur af því að einhver mistök yrðu gerð á leiðinni við þær breytingar fjármálakerfisins sem liggi fyrir. Fleiri frávik voru í flutningi ræðunnar á landsfundi og þeirri sem birt er á vef flokksins en hér að neðan má sjá Bjarna flytja ræðuna á föstudaginn. Ræðuna á vef flokksins má lesa hér.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira