Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 22:16 Vísir/Valli Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira